Mikilvægur þáttur í dönsku hagkerfi er útflutningur á fóðri, búnaði og lausnum sem henta alþjóðlegum fiskeldisiðnaði. Það er því nauðsynlegt að atvinnugreinin búi við kjöraðstæður til að hægt sé að tryggja áframhaldandi þróun sjálfbærrar matvælaframleiðslu, þróun sem treystir á orkusparandi tækni af fremstu gerð.
Dönsk fyrirtæki sýna slíka tækni á Íslensku sjávarútvegs-, veiða-, vinnslu og fiskeldissýningunni IceFish 2024 í september næst komandi. Danska útflutningsráðið (Danish Export Association) sér um skipulagningu og utanumhald Danska þjóðarskálans og verða þar í brennidepli fyrirtæki sem þjónusta fiskeldi, fiskveiðar og fiskvinnslu.
Margir öflugir framleiðendur og birgjar fyrir fiskeldi starfa í Danmörku og til að gefa þeim sem mestan slagkraft og stilla saman strengi þeirra hafa tvö hagsmunasamtök, Danska útflutningsráðið (Danish Export Association) og AquaCircle, tekið höndum saman og munu eftirleiðis starfa undir heitinu Danish Export - Fish Tech. Eftir sameininguna þurfa fyrirtæki í greininni aðeins að leita á einn stað til að fá stuðning við kynningu á útflutningsvörum sínum, aðstoð vegna viðskipta eða pólitíska ráðgjöf.
Danish Export - Fish Tech nær m.a. til fóðurbirgja, tækjabirgja, tæknibirgja og þjónustubirgja innan fiskeldis, þar á meðal alhliða birgja, framleiðendur íhluta, fóðurframleiðendur og birgja vinnslubúnaðar. Auk þess að vinna að eflingu útflutnings þessara fyrirtækja með því að skipuleggja kynningar og styrkja tengslanet þeirra á alþjóðavísu, munu sameinuðu samtökin einnig hafa mikilvægu hlutverki að gegna í hagsmunagæslu fyrir þau á vettvangi stjórnkerfis og stjórnmála.
„Það er mikilvægt að tryggja fyrirtækjum í þessum atvinnuvegi kjöraðstæður til starfseminnar með því að búa til eina sterka rödd sem heyrist sem víðast,” segir Martin Winkel Lilleøre, yfirmaður Fish Tech hjá Danish Export. „Aðildarfyrirtæki Danish Export – Fish Tech reiða sig á styrka stöðu dansks fiskeldis til að eiga þess kost að vaxa á útflutningsmörkuðum. Þess vegna er ég mjög ánægður með samrunann við AquaCircle, því að hann gerir okkur kleift að styrkja stöðu okkar gagnvart stjórnkerfinu og stjórnmálunum.
Í danska þjóðarskálanum á IceFish 2024 verða:
• A-Consult Agro AS, sérhæft fyrirtæki í háþróuðum forsteyptum kerjum og tönkum til notkunar í mörgum geirum, þar á meðal fiskeldi
• DanFish International, fulltrúar dönsku sjávarútvegssýningarinnar, sem haldin verður í 29. sinn árið 2025
• Sea Farm Innovations, sem hefur á boðstólum háþróaða búnað fyrir fiskeldi
• Haarslev, sem býður upp á vinnslulausnir í fiskeldi
• MiWire Group ApS, sem hefur einkaleyfi á lausn sem tryggir hraðari og stöðugri nettengingu
• Uni-Food Technic A/S, sem býður upp á sérhannaðan snjallbúnað á sviði fiskvinnsluvéla og fiskvinnslulína
• Plast-Line A/S, sem býður upp á rör og festingar framleidd í Evrópu
• OxyGuard International, sem hefur á boðstólum fjölbreytt úrval af bæði færanlegum og kyrrstæðum búnaði fyrir fiskeldi
• Atlantic Shipping, alþjóðlegur skipamiðlari sem sérhæfir sig í sölu og kaupum á fiskiskipum
• Viking Life-Saving Equipment, sem sérhæfir sig í öryggisbúnaði og þjónustu við hann; búnaður sem tryggir öryggi mannslífa á sjó
• DESMI Pumps, sérhæft í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu á dælubúnaði og lausnum fyrir dælubúnað
• DEIF A/S, sem útvegar umhverfisvænar, traustar og áreiðanlegar rafstýringarlausnir fyrir sjálfstæðan orkubúnað á landi og sjó
• Randers Reb International A/S, reipaframleiðandi með tæplega 200 ára reynslu að baki, fyrirtæki sem hefur á boðstólum kraftmikil og nútímaleg reipi og tógir
• Busch Vacuum Solutions, sem útvegar framúrskarandi þrýsti- og dælubúnað um heim allan
• Karstensens Skibsvaerft A/S, skipasmíðastöð sem býður upp á nýsmíði af öllu tagi
• Carsoe, leiðandi framleiðandi búnaðar og lausna fyrir vinnslu sjávarrétta og sjávarafurða um borð í skipum