IceFish Connect, sem stóð yfir frá 16.-18. nóvember 2021, bauð þriðja og seinasta daginn í röð velkomna skráða gesti og sýnendur á sýningu í sýndarveruleika!
DAGUR 3 SAMANTEKT:
- Konur í sjávarútvegi – Gestir fengu innsýn í þá framþróun sem orðið hefur hjá samtökunum Women in Seafood Industry (WSI) frá því að þau voru stofnuð og hleypt af stokkunum á Icefish-sýningunni árið 2017. Gestir gátu tekið þátt í samræðunum og fræðst um nýtt framtak og nýsköpun í fjármálageiranum og bankastarfsemi, sem styðja við konur og sjálfbæra þróun. Á meðal ræðumanna voru: Camille Cherques, dagskrárstjóri WSI, og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Camille Cherques ræddi sérstaklega um störf og menntun kvenna í sjávarútvegi, sem WSI hefur tekið til sérstakrar skoðunar, og lagði áherslu á margvíslegar tölfræðilegar athuganir því tengt. Þar á meðal þá staðreynd að í 67 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum heims eru 90% stjórnenda karlar, og í 100 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum er aðeins ein kona forstjóri. Camille Cherques lauk erindi sínu með nokkrum lykilskilaboðum, þar á meðal að um væri að ræða flókið mál sem krefðist sérfræðinga, vitundarvakningar, þjálfunar og menntunar.
- Bláa hagkerfið - Á alþjóðavísu er hagkerfi hafsins metið á um 1,5 billjónir dollara árlega. Fyrir vikið hefur Bláa hagkerfið öðlast aukið vægi og krafan um betri stýringu og umgang um auðlindir hafsins hefur orðið háværari. Ræðumenn fjölluðu um hvernig unnt sé að móta stefnu í þessum efnum sem gagnast meirihluta mannkyns, og hvaða möguleikar standi til boða, frá alþjóðlegu sjónarmiði, frá svæðisbundnu sjónarmiði og frá fjárfestingarsjónarmiði.
Í hópi sérfræðinga okkar á háborðinu voru m.a. Nick Lambert, framkvæmdastjóri og meðstofnandi NLA International, Árni M. Mathiesen, yfirráðgjafi hjá Íslenska sjávarklasanum og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku, og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Arion banka.
„Fiskeldið mun vaxa áfram, bæði hérlendis og erlendis,” sagði Árni Páll Einarsson, enda sé um að ræða undirstöðuþátt í framleiðslu heilsusamlegrar og næringarríkrar fæðu sem heimurinn þarfnast.
„Við getum átt von vexti í bæði landeldi og sjókvíaeldi. Hefðbundið fiskeldi er einnig komið til að vera og verður umhverfisvænni þegar á líður, þannig að við sjáum fram á blöndu af framleiðsluaðferðum í þessum geira.”
- Xpectrum – stafræn tæki til að auka gæði og styrkja upprunaleika í matvæla- og smásöluiðnaði. Simon Steverlinck, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Xpectrum, fjallaði um handhægt tæki sem fyrirtækið þróaði til að unnt sé að nota líkön fyrir tegundagreiningu á fiski, ferskum eða frosnum. Simon ræddi um að tækið leysir af hólmi DNA-greiningu, er á hagstæðu verði og með 99% nákvæmni.
- Dolav, bretti og ker fyrir magnflutninga- og geymslu. Eiríkur Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts, var frummælandi í umræðum um lausnir fyrir sjávarútveginn og nýjustu þróun í geiranum.
Hægt er að fá upptökur af öllum dagskrárliðum með því að skrá sig hér fyrir
IceFish Connect hefur nú lokað sínum sýndardyrum eftir þrjá daga fulla af spennandi kynningum og sýnikennslu, umræðum og fundum í sýndarveruleika. „Dyrnar” að öllu efninu verða þó opnar í tvær vikur til viðbótar!
Skelltu þér inn á IceFishConnect.is, skráðu þig inn og næsta hálfa mánuðinn geturðu rifjað upp eða horft aftur á það sem þér sýnist – ýttu bara á þitt val á pöntunarhluta What’s On-dagskrárinnar!