Icefish er aðeins haldin á þriggja ára fresti og snýr nú aftur í þrettánda skipti dagana 15.-17. september 2021. Þegar er búið að bóka 80% af sýningarrýminu og eru þó enn fjórir mánuðir til stefnu.

Á seinustu sýningu, sem haldin var árið 2017, jókst fjöldi erlendra sýnenda um 41% og sú sveifla heldur áfram í ár, þar sem áberandi verða sýnendur frá Tyrklandi, Spáni, Frakklandi, Noregi, Færeyjum og Litháen. Á sýningunni í ár verða einnig í boði veglegir sýningarskálar frá Danmörku, Bretlandi og Kanada. Í fyrsta skipti í sögu sýningarinnar verður ennfremur spænskur sýningarskáli, þar sem fjöldi öflugra skipasmíðastöðva kynna það sem hæst ber hjá þeim.

Á sýningunni 2021 kynnum við ýmsar nýjungar, þar á meðal sérstakt svæði fyrir fiskvinnslu/virðisaukningu/Fiskeldi og hliðarafurðir. Þetta er gert til þess að bæði endurspegla og  taka mið af þeirri þróun sem orðið hefur í greininni og stilla saman strengi með ráðstefnunni Fiskúrgangur skilar hagnaði (Fish Waste for Profit) sem haldin verður á öðrum og þriðja degi sjávarútvegsráðstefnunnar. Aftur verður boðið upp á tengslamiðlun í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, þar sem kaupendur og seljendur eru leiddir saman á sýningunni, en með þessu er enn frekar stutt við bæði sýnendur og sýningargesti í því að ná saman. Árið 2017 skilaði þetta meira en 90 árangursríkum fundum með þátttakendum frá 24 löndum.

Miklu meira en sýning – Eftir að sýningunni var frestað frá 2020 til 2021 gáfu skipuleggjendur hennar út Icefish 365, skrá yfir sýnendur með mun ítarlegri sýningarskrá á netinu, gjaldfrjálsri, þar sem er að finna lýsingar, myndbönd, ljósmyndir, bæklinga og tengla á samfélagsmiðla, ásamt umfjöllun í vikulegu fréttariti 365 e-News sem berst yfir 14.000 viðtakendum. Þetta var gert í þeim tilgangi að tryggja sýnendum okkar sýnileika og umfjöllun meðan ekki var unnt að hittast augliti til auglitis.

Til viðbótar er nú unnið að því að setja upp sýningu á netinu og samskiptavettvang sem gerir sýnendum í september kleift að ná til mun fleiri, langt út fyrir sýningarvettvanginn þar sem fólk hittist augliti til auglitis sýningardagana þrjá.

Marianne Rasmussen-Coulling, viðburðastjóri og skipuleggjandi hjá Mercator Media, segir: „Íslenska sjávarútvegssýningin hefur orðið að ómissandi viðburði fyrir þau fyrirtæki sem stunda fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnslu, bæði á Íslandi og um heim allan. Þar sem fiskveiðar eru svo mikilvægar fyrir efnahag Íslands og 35% útflutningsverðmætisins kemur frá fiski eða fiskitengdum afurðum, þá mun Íslenska sjávarútvegssýningin bjóða upp á vettvang sem er einstakur í sinni röð í heimi sem tekur hröðum breytingum. Við hlökkum til þess að hitta viðskiptavini okkar.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

2017 opening  ceremony