Hampiðjan hafði framleitt vörur fyrir íslenskan sjávarútveg áratugum saman áður en fyrirtækið tók að vaxa gríðarlega með hátæknivæðingu veiðarfæranna. Fyrirtækið hefur lengi einsett sér að vera í fremstu röð og sett bæði vinnu og fjármagn í rannsóknir og þróun.
Þetta hefur skilað þeim árangri að Hampiðjan er orðin einn af stærstu veiðarfæraframleiðendum heims. Vöruúrvalið nær allt frá reipum og garni yfir í fullbúin veiðarfæri.
„Hampiðjan hefur verið frumkvöðull á svo mörgum sviðum, allt frá Gloríutrollinu sem breytti uppsjávarveiðum til nýrrar tækni við trollopnun og notkun á Dyneema-veiðarfærum,“ segir Jón Oddur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar Ísland, sem tekur til allrar starfsemi fyrirtækisins á Íslandi.
Hann sagði Hampiðjan hafa, ásamt dótturfyrirtækjum sínum um heim allan, fjárfest mikið á heimamarkaði á undanförnum árum. Þar er ekki síst að nefna nýja netaverkstæðið á Neskaupstað þar sem mikið hefur verið um að vera undanfarnar vikur á fyrstu loðnuvertíðinni sem komið hefur eftir tveggja ára hlé.
„Því Hampiðjan leggur mikið upp úr rannsóknum og þróun, en um leið er nauðsynlegt að geta boðið upp á snögga og góða þjónustu á bryggjunni þegar viðskiptavinir okkar þurfa þess með,“ sagði hann.
Hampiðjan hefur reglulega tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni allt frá þeirri fyrstu sem haldin var 1984, og hún verður aftur með í Smáranum í september á þessu ári.
„Það var óheppilegt að fresta þurfti sýningunni árið 2020 vegna Covid-19, því hún er hérna rétt við bæjardyrnar hjá okkur og þar fáum við tækifæri til að hitta viðskiptavini okkar og birgja,“ sagði hann.
„En það var skiljanlegt að ekki var hægt að halda áfram með sýninguna 2020 við þessar kringumstæður. Við hjá Hampiðjunni hlökkum til að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021,“ sagði Jón Oddur Davíðsson.
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is