Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, IceFish 2024, sneri aftur með bravúr í gær og annar dagur hennar hefur sömuleiðis verið fullur af ferskleika og fjöri.

Á sýningunni í ár er fjölbreytt dagskrá og fjölmargt nýtt í boði, þar á meðal nýtt kynningarsvæði fyrir sýnendur til að kynna nýsköpun sína og framfarir í tækni og búnaði. Þetta nýja svæði hefur slegið í gegn hjá gestum og aðsókn á kynningar farið fram úr vonum. Meðal annars voru þar kynningar frá fyrirtækjum á borð við Gael Force, Etkin Marin, Vónin, Ace Aquatec, Wifefish og GreenFish.

1

 

Viðskiptin hafa sömuleiðis verið blómleg vítt og breitt á sýningunnni, sem endurspeglar m.a. að á fyrstu tveimur dögunum hefur aðsóknin verið betri en alla seinustu sýningu árið 2022. Og enn er einn dagur eftir! Á morgun, lokadag IceFish, verða veittir styrkir til tveggja efnilegra nemenda í Fisktækniskóla Grindavíkur. Afhendingin fer fram á sýningarbás C24 klukkan 14:00.

2

 

Icefish 2024 er rétti staðurinn til að mynda ný viðskiptasambönd og skapa ný tengsl innan sjávarútvegsiðnarins – og rækta þau gömlu og góðu. Fyrirtækjastefnumótin okkar fóru fram í dag, en þar fengu gestir og sýnendur tækifæri til tengjast þvert yfir landamæri og hitta mögulega samstarfsaðila og viðskiptavini.