Fjörutíu ára afmælissýning IceFish 2024 tókst hreint frábærlega. Alls voru gestirnir 12.387 frá 60 löndum og hafa þjóðríki gesta aldrei verið fleiri í sögu sýningarinnar

IceFish Exhibition 2024

Aðsóknin í ár var á svipuðu róli og fyrir kóvíd-tímabilið og sýnir vel sterka stöðu IceFish sem alþjóðlegs miðpunkts sjávarútvegsins, ásamt því að endurspegla sterka stöðu og kraft greinarinnar hérlendis.

IceFish 2024 var sögulegur viðburður í ljósi þess að hún fagnaði nú stórafmæli. Í gegnum áratugina hefur IceFish, eða Íslenska sjávarútvegs-, sjávarrétta- og fiskeldissýningin, þróast í það verða lykilviðburður fyrir sérfræðinga víða um heim á þessu sviði. Framfarir í sjávarútvegi og tengdum búnaði og þjónustu voru í brennidepli og gömul sem ný tengsl efld og styrkt. Sýningin í ár hélt í heiðri langvarandi hefð IceFish um að setja á oddinn nýsköpun og afburðaframmistöðu í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Þar á meðal voru hin glæsilegu Íslensku sjávarútvegsverðlaun veitt, þar sem fyrirtæki og einstaklingar í fararbroddi á sínu sviði voru heiðruð fyrir framlag sitt til sjávarútvegsiðnaðarins. Verðlaunin í ár lögðu áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og framfarir í tækni og minntu þannig á hversu mikil framsýni einkennir geirann og hversu mjög framúrskarandi árangur hans heldur áfram að móta framtíð sjávarútvegs á alþjóðavísu. Hér má sjá vinningshafa.

Einn af hápunktum IceFish 2024 var ráðstefnan Fish Waste for Profit, sem veitti dýrmæta innsýn í nýtingu aukaafurða í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni voru leiddir saman helstu hugmyndasmiðir og sérfræðingar á því sviði til að ræða sjálfbærar aðferðir og hvernig nýsköpun getur hámarkað verðmæti úr aukaafurðum fisks. Ráðstefnan lagði áherslu á að hægt væri að minnka sóun í sjávarútvegi og auka arðsemi, og ítrekaði þannig mikilvægi sjálfbærni í framtíð sjávarútvegs.

Sýningin í ár dró að sér þúsundir gesta sem vildu vildu sérstaklega kynna sér nýjustu strauma og stefnur, allt frá gervigreind og sjálfvirknivæðingu til tækninýjunga sem umbylta veiðiaðferðum. Áhugi gesta á nýsköpun var greinilega mjög mikill, enda mótar hún iðnaðinn og leggur áherslu á sjálfbærni, skilvirkni og hagkvæma nýtingu auðlinda.

IceFish 2024 endurspeglaði ekki aðeins seiglu geirans í kjölfar alþjóðlegra áskorana, heldur einnig framtíðarsýn hans fyrir vöxt, nýsköpun og umbreytingu. Mercator Media hlakka til að byggja á þessum frábæra árangri og sjáum fram á enn meiri sókn og sigra á IceFish í framtíðinni.