Togarinn Nataarnaq er 82,3 metra langur, smíðaður í Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni og nú komin til útgerðarfélagsins Royal Greenlands og strax farinn á rækjuveiðar á grænlensku hafsvæði. Þessi nýi verksmiðjutogar er einnig útbúinn til að veiða grálúðu.
Spænska skipasmíðastöðin segir Nataarnaq vera þriðja skipið sem hún hefur smíðað fyrir Royal Greenland. Fyrir eru ferskfisktogarinn Sisimiut og rækjutogarinn Avataq, auk þess sem öðrum togara úr sömu hönnun frá Skipsteknisk, Tuugaalik, er tilbúinn til . Reiknað er með að Tuugalik verði tilbúinn á fyrsta ársfjórðungi 2023.
Nataarnaq er með vinnslulínur á dekki fyrir flokkun, suðu og vigtun rækju, vinnslínu fyrir grálúðu, frystingu og til að raða á vörubretti, ásamt lyftibúnaði til að flytja afurðir inn í frystilest. Á dekkinu eru 45 tonna fastar segulvindur sem gera Nataarnaq kleift að nota þrjú troll.
Astilleros de Murueta segist vonast til þess að tryggja sér fleiri skipasmíðasamninga á næstunni, nú þegar skipin frá þeim hafa skilað metafla á land hjá Royal Greenland.
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is