Meðal fjölmargra þeirra verkefna sem reykvíska skipahönnunarstofan Nautic ehf. vinnur að þá eru nú í höfn samningar um hönnun nýrra fiskiskipa sem smíðuð verða í Rússlandi og Tyrklandi.

Dótturfyrirtækið Nautic Rus starfar í Pétursborg í Rúslandi með 57 starfsmenn á sínum snærum og vinnur þar að hönnun tíu nýrra vinnslutogara eftir pöntun frá rússnesku útgerðinni Norebo. Þessi stóru skip eru hönnuð til fullvinnslu aflans um borð, og verða smíðuð hjá Northern skipasmíðastöðinni. Togararnir geta framleitt frosin flök og aðrar afurðir, þorskalifur í dósum, fiskimjöl og ýmar aukaafurðir.

Togarar þessir geta hver um sig annað vinnslu á um 150 tonnum af fiski daglega. Notuð verða ný sjálfvirk brettaröðunarkerfi til að draga úr vinnuálagi og auka afköstin.

Ásamt því að hanna þessi tíu vinnsluskip þá hefur Norebo og Northern skipasmíðastöðin einnig fengið Nautic Rus til að smíða fjóra 64 metra línubáta sem gerðir verða út austast í Rússlandi.

Þá hefur Nautic á Íslandi einnig hannað nýjan ferskfisktogara sem verið er að smíða í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrkalandi fyrir Ramma á Siglufirði. Þetta skip er 48 metra lang tog 14 metra breitt, með EnduroBow perustefni og stefnt er á afhendingu á fjórða ársfjórðuni ársins 2023.

Nýi togarinn verður hannaður til togveiða og humarveiða, með fjórar togvindur sem gerir mögulegt að nota þrjár vörpur, og 285 fermetra vinnsludekk.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Nautic4