Gestir á Íslensku sjávarútvegs-, veiða-, vinnslu-og fiskeldissýningunni í september nk. fá tækifæri til að upplifa glænýjan viðburð: IceFish 2024 - Kynningarsvæðið.

Kynningarsvæðið, sem styrkt er af verkfræðistofunni Verkís, veitir sýnendum kost á að sýna gestum nýjustu vörur sínar, nýsköpun eða aðrar nýjungar í sérstaklega útbúnu rými innan sýningarsvæðisins. Kynningarsvæðið verður opið alla sýningardagana þrjá. Svæðið verður opnað af ráðherra, þar verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt, það mun hýsa fyrirtækjastefnumótin vinsælu og sú nýbreytni er í boði að sýnendur geta haldið þar 30 mínútna kynningarfundi til að vekja sérstaka athygli á vörum sínum eða nýjum og spennandi verkefum á sviði atvinnufiskveiða, sjávarfangs og fiskeldis.

Kynningarsvæðið veitir gestum tækifæri til að njóta stuttra og hnitmiðaðra kynninga á nýjum og áhugaverðum vörum og þjónustu, sem sýnendur vilja beina sérstöku kastljósi að á IceFish 2024. Með því að skapa afmarkaðan kynningarvettvang fyrir sýnendur gefst gestum tækifæri til að fræðast um spennandi vörur og þjónustu á skemmtilegan og yfirgripsmikinn hátt, og sýnendur bæta þekkingu sína á áhugasviði og viðbrögðum gestanna fljótt og milliliðalaust.

Kynningarnar laða að áhorfendur sem hafa áhuga á viðkomandi vörum, búa til ákjósanlegt umhverfi til að styrkja tengslanetið og byggja brýr á milli sýnenda og hugsanlegra viðskiptavina, samstarfsaðila og fjárfesta.

Farið er betur á saumana á þessum spennandi valkosti í nýja viðburða-og kynningarlistanum, sem er enn ein nýjungin sem við bryddum upp á til að fagna 40 ára stórafmæli IceFish.

Til að fá frekari upplýsingar um bókanir, vinsamlega sendið okkur póst á netfangið info@icefish.is eða sláið á þráðinn til okkar í síma (0044) 1329 825335.

logo_0014_Verkis

logo_0014_Verkis