Gutmaster X er vinnslubúnaður fyrir Atlantshafslax og silung frá Kroma A/S. Lengi hefur verið beðið eftir þessum búnaði en fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Danmörku, er búið að setja hann á markað eftir mikið tilraunastarf og hann verður til sýnis á Íslensku sjávarútvegssýningunni í júní.
Ivan Kristensen, framkvæmdastjóri Kroma, segir fyrirtækið hafa „umbylt“ hönnuninni á Gutmaster X til að tryggja að verkin séu óaðfinnanlega gerð og ekki þurfi annað en að ýta á hnapp á skjá. Til að byrja með greinir Gutmaster X stærðina á einstökum fiskum um leið og þeir koma í vélina. Síðan er fiskurinn skorinn í samræmi við það. Sérhönnuð fiskskurðartækni tryggir að haus og sporður eru látnir ósnertir meðan fiskurinn er skorinn í bita. Í framhaldi af því er úrgangur og blóð sogið varfærnislega frá fiskinum, en með sogtækninni er fiskurinn líka tvíhreinsaður sem á að tryggja ítrustu gæði vörunnar.
„Gutmaster X er eina slægingarvélin með innbyggðri vatnsslöngu sem fest er við sogbúnaðinn og bæði fjarlægir slógið og allt blóðið úr fisknum á innan við sekúndu með frábærum árangri,“ segir Kristensen.
Kroma leggur mikla áherslu á hreinlæti og Gutmaster X hefur verið hannað þannig að auðvelt er að þrífa alla innri parta búnaðarins frá öllum hliðum, eða losa þá frá til sótthreinsunar með fljótvirkum losunarbúnaði. Sum af tækjunum er jafnvel hægt að hreinsa í uppþvottavél.
Auk þess er möguleiki á að uppfæra Gutmaster X með ýmsum viðbótum. Þar á meðal er Visiomaster, búnaður sem skoðar hvern fisk til að meta hvort hann þurfi frekari athugunar við af hálfu starfsmanna áður en honum er hleypt áfram yfir á næsta áfanga vinnslulínunnar.
Fleiri möguleikar eru fyrir hendi, eins og CIP og hreinsikerfi sem tryggja að hægt sé að hreinsa Gutmaster X vélina nokkrum sinnum á milli slæginga.
Kroma telur þó að mest spennandi möguleikinn sé fjarstýrður eftirlitsbúnaður, Remote Access Supervision, sem gefur tæknimanni beinan aðgang að slægingarvélinni hvar svo sem hún er staðsett í heiminum. Eina skilyrðið er að nettenging sé fyrir hendi.
Með þessari nýjung getur Kroma prófað og haft eftirlit með öllum rafbúnaði slægingavélarinnar á vinnslustað.
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is
Kroma hefur sérstaklega hannað Gutmaster X til vinnslu á eldislaxi og silungi.