UAB Navis PRO vakti fljótt athygli með 8 metra löngu bátunum sínum af gerðinni 800 Fisher. Nú hefur þessi unga bátasmiðja í Litháen áunnið sér hrós fyrir stærri bátana sína, sem eru 13-15 metra langir. Pantanir berast inn og fyrirtækið er spent fyrir því að kynna verk sín á Íslensku sjávarútvegssýningunni í júní.

Það var ekki fyrr en í mars 2020 Navis PRO fékk mótin fyrir fiskveiði- og frístundabáta sína og jafnframt réttinn til að smíða þá frá norskum eigendum þeirra, sem höfðu náð miklum árangri. Kostas Norgéla, talsmaður Navis PRO, skýrði frá því að með 40 reynslu eigenda og samstarfsaðila fyrirtækisins af bátasmíði var hafist handa við að smíða og votta báta af gerðinni 800 Fisher.

Jafnframt því var 15 metra mót gert upp og endurbætt svo hægt væri að smíða 13 til 15 metra langa fiskibáta með sömu gæðunum. Nú þegar sé unnið að smíði fyrir tvo norska viðskiptavini – 15 metra bát fyrir annan þeirra og 13 metra bát fyrir hinn – og hönnunin á lokastigi. Að auki standa yfir samningaviðræður við danskan bátasala sem útvegar Grænlendingum 15 metra báta.

Norgéla segir að sveigjanleg hönnun sé lykilatriði og að í hönnunarferlinu þurfi í hvert skipti að taka með í reikninginn allar þarfi viðskiptavinarins, þar á meðal gólfskipulag og hve margir yrðu í áhöfn í veiðiferðum. Navis PRO bátar geta verið mjög ólíkir hvað varðar lögun og skipulag.

Um leið og Navis PRO veit nákvæmlega hverjar þarfir viðskiptavinar eru og hvernig báturinn á að líta út, þá eru mótin útbúin og smíðin getur hafist.

„Allir norskir umboðsmenn sem við höfum rætt við og sem hafa séð 800 Fisher bátana okkar hafa verið ánægðir og undrandi að sjá gæðin á því sem við höfum gert. Það var markmið okkar – að ná að gera smærri bátana rétt first svo við gætum sannað að við gætum gert stærri bátana líka. Smíðaferlið er, eftir allt saman, nákvæmlega eins fyrir 8 metra bátana eins og fyrir 15 metra bátana; það tekur bara lengri tíma að gera þá stærri,“ segir Norgéla.

Hann bætti við: „Við erum nýtt fyrirtæki, en við leggjum kapp á að sanna okkur sem öflugt fyrirtæki á markaðnum. Framleiðslustjórinn okkar hefur auk þess verið að smíða GRP báta í meira en 30 ár, þannig að við kunnum að smíða sterka og endingargóða báta sem standast álagið við fiskveiðar, og það er það sem við viljum sýna gestum á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Navis 15m

 Mikill áhugi hefur verið fyrir bæði 8 metra og 13-15 metra fiskibátunum frá Navis PRO