Fiskiskipaflotinn á Falklandseyjum hefur verið í endurnýjun á síðustu árum. Nýir togarar hafa bæst í flotann, og allir eru þeir smíðaðir hjá Nodosa.
Sá nýjasti er 75 metra langur og 14 metra breiður, Falcon að nafni og verður í sameiginlegum rekstri fyrirtækja frá Spáni og Falklandseyjum, afhentur í lok ársins 2020.
Það eru skipaarktitektar fyrirtækisins sem hanna Falcon, rétt eins og fleiri sérhæfð fiskiskip sem afhent hafa verið á síðustu árum. Þar á meðal er sérhæft línuskip til tannfiskveiða, CFL Hunter, ásamt togurum fyrir hollensk og þýsk útgerðarfyrirtæki, auk frystitogara til veiða í Suður-Atlantshafi.
Falcon er með aðstöðu fyrir allt að sjötíu manna áhöfn og daglega frystigetu upp á 121 tonn, hannaður fyrir úthafsveiðar við erfiðar aðstæður í Suður-Atlantshafi.
Bæði aðal- og hjálparvélar eru frá Wärtsilä og búnaðurinn á vinnsludekki er frá spænska fyrirtækinu J&L Carral.
Nodosa skipasmíðastöðin hefur tekið reglulega þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni og kemur nú aftur í Smárann í september.
„Sjávarútvegssýningar eru mikilvægar fyrir allar skipasmíðastöðvar sem hafa reynslu og sérþekkingu í smíði fiskiskipa. Íslenska sjávarútvegssýningin er auk þess mikilvæg fyrir Nodosa vegna áherslunnar á Norður-Evrópu, en þar erum við með nokkur verkefni í skoðun,“ segir viðskiptastjóri skipasmíðastöðvarinnar, José Ramón Regueira.
„Þetta er vettvangur þar sem viðskiptavinir okkar, framleiðendur og samstarfsaðilar hittast, þannig að þar gefst fullkomið tækifæri til að deila nýjustu reynslu okkar með þeim, sýna þeim skipin sem við höfum verið að afhenda nýlega og þreifa fyrir okkur á markaðnum. Það er þess vegna sem við verðum þarna, rétt eins og þegar við höfum áður tekið þátt.“
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is