Ný og efnileg skipasmíðastöð, Norse Shipyard, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Kocaeli, um hundrað kílómetra suðaustur af Istanbúl, býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði skipasmíði, skipaviðgerða, viðhalds og breytinga á farartækjum hafsins. Fyrirtækið hefur nú þegar skapað sér nafn í skipasmíði með áherslu á norrænan markað.

Stjórnendateymið er reynslumikið og starfsólkið ungt og kraftmikið og leggur metnað sinn í að veita stöðugt lausnir sem uppfylla ítrustu væntingar viðskiptavina þeirra. Norse Shipyard verður því með öfluga innkomu á IceFish 2024 í september nk.

„Við fáumst við fjölbreytt verkefni, þar á meðal ferjur, fiskiskip, farartæki fyrir fiskeldi, skip sem flytja lifandi fisk, dráttarbáta og pramma, svo fátt eitt sé nefnt. Þessi fjölbreytni sýnir vel hversu mikla áherslu við leggjum á að geta boðið viðskiptavinum okkar sveigjanleika og gæði í framleiðslunni. Við bætum okkur stöðugt til að skilja og mæta kröfum viðskiptavina okkar á sem bestan hátt, og bjóðum upp á þjónustu sem er opin fyrir nýsköpun,” segja forystumenn fyrirtækisins. „Skipasmíðastöðin okkar er viðurkennd sem áreiðanlegur og sérfróður samstarfsaðili, fyrirtæki sem mætir þörfum viðskiptavina okkar á sviði skipasmíði og viðhaldsverkefna. Þessi gildi hjálpa okkur til að til að mæta þörfum viðskiptavina okkar sífellt betur með hverju nýju verkefni.”

Forsvarsmenn Norse Shipyard hlakka til að taka á móti gestum á bás E41 í Smáranum í september nk.

 

Norse-Shipyard-Bluewild

Norse-Shipyard-Bluewild