Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar hérlendis og viðburðastjóri Mercator Media, segir: „Ljóst er orðið að íslenska ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að framlengja núverandi samkomutakmarkanir vegna baráttunnar við Covid-19. Samfara þeirri ákvörðun skapast óvissa sem við verðum að taka tillit til, óvissa sem torveldar verulega undirbúning bæði sýnenda okkar og gesta.
Við myndum öll vilja að ástandið væri annað og betra og héldum í lengstu lög í þá von að halda mætti sýninguna í september nk. eins og til stóð. En eftir að hafa farið yfir stöðuna með ráðgjafanefnd okkar og hagsmunaaðilum er niðurstaðan sú að vænlegast sé fyrir sýnendur, gesti og almennt öryggi fólks að færa sýninguna til næsta árs.
Sýnendur, fulltrúar og gestir vitja IceFish aftur og aftur. Við gerum okkur grein fyrir að það eru mikil vonbrigði fyrir marga að geta ekki heimsótt sýninguna í haust í eigin persónu líkt og til stóð, en það gleður okkur þó að geta boðið upp á IceFish Connect í nóvember og skapa þannig tækifæri fyrir sýnendur og viðskiptavini að stunda viðskipti með spennandi stafrænum hætti.”
Heimsæktu stafrænu sjávarútvegssýninguna, IceFish Connect, dagana 16.-18. nóvemeber 2021
Samtímis undirbúningi að Íslensku sjávarútvegssýningunni stóð yfir vinna að nýrri viðbót við sýninguna í sýndarveruleika. Þó að búið sé að fresta sýningunni sjálfri til næsta árs höldum við þeirri vinnu ótrauð áfram og bjóðum upp á enn veglegri útgáfu, IceFish Connect, sem hleypt verður af stokkunum í nóvember næst komandi.
IceFish Connect er sýning í sýndarveruleika, hlaðin ótal mörgum grípandi möguleikum, sem gerir sýnendum og gestum kleift að hittast, efla tengslanetið og þróa viðskiptatækifæri. Einnig er í boði að fara í gegnum dagskrá ráðstefnunnar Fish Waste for Profit (Fiskúrgangur skilar hagnaði).
Kaupendur og seljendur sem vila eiga í viðskiptum geta ekki aðeins náð til gestahóps Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, heldur einnig til enn stærri hóps um heim allan. Gestir fá skráningu og sýnendur geta skoðað lýsingu á þeim, skipulagt fundi í sýningarrými eða á fundasvæði og fengið frábærar leiðir til að efla tengslanetið. IceFish Connect býður einnig upp á bráðsnjalla gervigreindarlausn sem tengir áhugasama gesti við þann þjónustu- eða söluaðila sem hentar kröfum þeim eða kann að vekja áhuga þeirra.
IceFish Connect er komið til að vera. Það mun verða ómissandi og varanlegur hluti af Íslensku sjávarútvegssýningunni héðan í frá, ekki aðeins vegna þess að þannig má ná til víðfeðms alþjóðlegs markhóps, heldur einnig vegna þess að þar er að finna myndbönd, fjölbreytt efni, lengri sýningartíma og hnitmiðaðri niðurstöður fyrir gagnavinnslu.
IceFish Connect verður kynnt betur innan skamms.