Torfinn Torp stjórnar þeim hluta starfsemi fyrirtækisins sem snýr að frystibúnaði fyrir sjávarútveg. Þetta nær yfir allt frá plötufrystum og blástursfrystum yfir í pækilfrystingu og RSW-kerfi fyrir uppsjávarskip.

“Við höfum nóg að gera í norðanverðri Evrópu og Norður-Ameríku þar sem við erum með útibú í Seattle, og í vaxandi mæli einnig í Rússlandi,” sagði hann. Hann tók fram að fyrirtækið hafi í mörg ár verið með starfsstöð í Pétursborg og nú nýlega var einnig opnað útibú í Vigo.

“Við höfum verið að útvega frystikerfi í nýja rússneska togara, smíðaða í Vyborg skipasmíðastöðinni, og einnig í nýja togara sem Vard er að smíða í Víetnam fyrir Luntos. Stöðin okkar í Vigo er til stuðnings skipasmíðastöðvunum þar sem alls kyns skip eru smíðuð, fragtskip og ferjur auk fiskveiðiskipa.”

Teknotherm þekkir vel íslenska markaðinn og hefur útvegað frystikerfi í Sólbergið, verksmiðjutogara Ramma, sem smíðaður var í Tersan árið 2017. Nýju togararnir sjö sem Vard smíðaði í Noregi fyrir íslensk félög, Berg-Huginn, Skinney-Þinganes, Gjögur og Útgerðarfélag Akureyringa, fengu einnig frystikerfi frá Teknotherm og nú síðast fékk uppsjávarskipið Hoffell nýja RSW-ammoníakverksmiðju.

“Þetta eru nýjustu kerfin sem við höfum afhent til Íslands. Núna erum við á fullu að vinna í þremur nýjum verksmiðjutogurum fyrir færeysk félög,” sagði Torfinn Torp.

“Við hlökkum til þess að koma til Íslands í september. Íslendingar eru fiskveiðiþjóð og góðir nágrannar. Þetta verður líka sú fyrsta sem haldin er í okkar heimshluta í nokkrun tíma, þannig að við reiknum með miklum áhuga. Það stefnir allt í að Íslenska sjávarútvegssýningin verði samkomustaður ársins.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Tek.Solberg_1