Brunvoll er eitt af stóru nöfnunum í knúningstækni, og hefur þetta norska fyrirtæki einbeitt sér að fiskveiði- og fiskeldisgeirunum.
Undanfarið ár hefur fyrirtækið séð um að háþróuð kerfi í ný fiskiskip, svo sem uppsjávartogarann og nótaskipið Odd Lundberg sem var byggt fyrir Norðmenn hjá Karstensen í Danmörku. Í Odd Lundberg var settur upp tveggja þrepa niðurfærslugír, sem gerir áhöfninni mögulegt að ná sem mestu út úr starfseminni og spara eldsneyti verulega.
Verkfræðingar Brunvolls hafa starfað með Salt Ship Design að ýmsum verkefnum á liðnum árum, þar á meðal að nokkrum nýstárlegum skipum sem hönnuð voru fyrir fiskeldisgeirann. Á meðal þeirra eru tveir brunnbátar fyrir Seistar, en þeir eru báðir með sveigjanlegan knúningsbúnað sem samanstendur af Brunvoll SP skrúfu sem knúin er af rafmótorum í gegnum gírkassa með tvöföldu inntaki/einföldu úttaki.
Nokkrir afkastamiklir brunnbátar, hannaðir og smíðaðir hjá Aas Mek Verksted for Sølvtrans, eru einnig með CP skrúfu frá Brunvoll, ásamt stýribúnaði.
„Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í starfseminni hjá Brunvoll, og Icefish er mikilvæg sýning sem dregur til sín mikið af fólki frá Íslandi og nágrannalöndunum. Við lítum svo á að Icefish sé mikilvægur vettvangur til að hittast og endurnýja kynnin af góðum vinum og gömlum viðskiptasamböndum eftir áratuga starfsemi í útgerðargeiranum,“ segir Kirsti Gjørvad, aðstoðarmarkaðsstjóri hjá Brunvoll.
„Ísland er sjálft eitt aðalsvæðið með langa og glæsta sögu fiskveiða. Margir útgerðarmenn þar hafa mikla reynslu af skrúfu- og stýrikerfum frá Brunvoll. Brunvoll hefur þróað fjölbreyttan búnað fyrir fiskveiðar og við hlökkum til að geta sýnt gestunum á Icefish lausnir okkar.“
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is