Meðal þeirra skipa sem Cemre hefur smíðað eru togararnir fjórir sem Skipatækni hannaði fyrir íslenskar útgerðir. Björg, Drangey, Björgúlfur og Kaldbakur voru öll afhent árið 2017 og hafa öll aflað sérlega vel síðan, sem staðfestir að hið óvenjulega stefni þeirra tryggir mjög stöðuga vinnuaðstöðu.

Á síðasta ári afhenti Cemre verksmiðjutogarann Olympic Prawn sem Kongsberg hannaði, og á þessu ári hefur skipasmíðastöðin lokið við smíði á tveimur byltingarkenndum fiskiskipum, Libas og Hardhaus, sem hafa nú verið afhent til norskra eigenda.

Bæði þessi skip eru hönnuð af Salt Ship Design og þar er notuð afar nýstárleg tækni í aðalvél. Libas, sem gert er út af Ligruppen, er fyrsta fiskiskipið sem knúið er með fljótandi jarðgasi. Þessi samvinna Cemre og Salt heldur áfram því sami viðskiptavinur hefur pantað nýjan Liafjörd, þar sem einnig er mikið af nýsköpun í tækni. Cemre skipasmíðastöðin er einnig að smíða þrjá 64 metra uppsjávarveiðitogara, hannaða af Salt, fyrir írsku útgerðina Atlantic Dawn Group.

Hardhaus er nýkominn til Austevoll í Noregi eftir siglingu frá Yalova og hefur nú verið útbúinn búnaði til veiða. Hardhaus er með 1000kWh rafhlöðu sem tekur álagstoppana af orkunotkuninni, og tryggir þannig minni eldsneytisnotkun og útblástur ásamt því að geta gefið aukaorku hvenær sem þörf er á. Hardhaus er einnig með rafknúna vinnslulínu á dekki og ýmis orkusparandi kerfi, þar á meðal afkastamikinn búnað til að endurnýta vélarhita.

Cemre skipasmíðastöðin kemur aftur á Íslensku sjávarútvegssýninguna í ár.

„Við erum spennt fyrir því að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem er mögnuð sýning þar sem allir helstu forystumenn í greinninni koma saman. Þar skapast ný tækifæri fyrir liðsfólk okkar til þess að hitta og ræða við mögulega viðskiptavini,“ sagði viðskiptaþróunarstjóri skipasmíðastöðvarinnar, Burak Mursaloglu.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Cemre.Hardhaus