Með því að skrá sig fyrirfram geta sýningargestir losnað við biðraðir og sparað sér tíma. Skráðu þig núna og þá kemstu fremst í röðina þegar Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin dagana 8-10 júní.

Sýningin er viðburður sem enginn í sjávarútvegi eða tengdri starfsemi má missa af. Í ár verða kynntar nýjustu vendingar í greininni, fyrirtækin sýna nýjungar sínar í afurðum og þjónustu þar sem öllum þáttum greinarinnar verða gerð skil.

Eftir covid-takmarkanir í nærri tvö ár þá gefst bæði sýnendum og gestum loksins tækifæri á Íslensku sjávarútvegssýningunni í júní til þess að hittast augliti til auglits og ræða viðskipti sín.

Ef þú hefur ekki skráð þig nú þegar, drífðu þig þá í því og losnaðu við biðraðir:

SKRÁÐU ÞIG NÚNA

1

Hví að taka þátt?

Icefish Connect – samfélag á netinu

Netsýning og samskiptavettvangur fyrir alla sem skrá sig. Sýnendur geta þar séð eigin kynningu, skipulagt netfundi og náð til enn stærri viðskiptahóps.

Fjórða fullvinnsluráðstefnan – Ráðstefnan Fish Waste for Profit verður haldin í fjórða sinn dagana 9. og 10. júní. Þar verður sérstaklega fjallað um fullnýtingu aukaafurða úr fiskvinnslu. Þetta er mikilvægur viðburður fyrir þau sem vilja fá innsýn í greinina og kynnast nýjungum.

Stefnumót fyrirtækja

Gestir Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2022 fá aftur tækifæri til að nýta sér aðgang að stefnumóti fyrirtækja og hitta þá viðskiptavini sem starf þeirra beinist að. Á sýningunni 2017 vakti þetta stefnumót mikla lukku og haldnir voru meira en 90 fundir.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í 8. sinn

Með verðlaununum fá þau sem skarað hafa fram úr í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi viðurkenningu. Hörð samkeppni er um verðlaunin og mikill heiður að hljóta þau. Verðlaunahafar nýta sér þau til þess að vekja athygli á fyrirtækjum sínum og framleiðslu.

Fjölbreytni í greininni

Greinin verður sífellt fjölskrúðugri og þróaðri í vinnslu sjávarfangs, verðmætaaukningu, fiskeldi og sölu hliðarafurða, og athyglinni verður sérstaklega beint að þessari fjölbreytni á sýningunni í ár.

Námsstyrkur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar

Tveimur milljónum verður veitt aftur til greinarinnar með því að styrkja 4 nemendur til náms í Fisktækniskólanum í Grindavík.

Frekari upplýsingar um skráningu og aðgang að Íslensku sjávarútvegssýningunni fást hjá info@icefish.is eða í síma +44 1329 825335