Injector toghlerarnir sem Mørenot framleiðir og notaðir eru víða um heim hafa vakið mikla lukku á íslenska flotanum, að því er Björn Jóhannsson, sölustjóri Mørenot Ísland, segir. Hann hefur selt flestum helstu útgerðarfyrirtækjum Íslands slíka hlera á síðustu árum.

„Háu toghlerarnir, Admiral og Monarch, hafa orðið vinsælir í uppsjávarveiðum á Norður-Atlantshafi, sen Sparrow-hlerarnir hafa sannað sig á íslensku botnveiðiskipunum,“ segir hann.

Hann sagði hönnun hlerana bjóða upp á mikla fjölhæfni, henti jafnt botnveiðum sem miðsjávarveiðum auk þess að hafa alla þá opnun og sveigjanleika sem þarf til botnfiskveiða einnig.

Hönnuðir Mørenots fengu hugmyndina að Injector Sparrow hlerunum með því að sameina helstu eiginleika Stealth F15 uppsjávarveiðihlera og Cobra botnveiðihlera svo úr urðu hlerar sem eru jafn stöðugir og Injector uppsjávarveiðihlerarnir en jafnframt með hagkvæmni og sveigjanleika botnveiðihlera fyrirtækisins.

Listinn yfir viðskiptavini Mørenot Íslands er býsna tilkomumikill. Þar á meðal eru margir helstu togarar landsins.

„Að Vestmannaeyjatogarinn Þórunn Sveinsdóttir sé meðal viðskiptavina okkar staðfestir það hve góðir hlerarnir eru,“ segir Björn Jóhannsson, og tekur fram að þessi togari, sem ítrekað er sá aflahæsti, noti tvo 5,5 fermetra Sparrow-hlera.

„Guðmundur í Nesi fékk nýlega hjá okkur tvo 13 fermetra Sparrow-hlera, en þeir koma í staðinn fyrir eldri hlera sem notaðir voru í veiðum sem skiluðu 10 milljarða króna afla (nærri 70 milljónir evra). Sólberg er með tvo 12 fermbetra hlera, togarar Brims, Örfirisey og Höfrungur III, eru með 10,5 og 9 fermetra Sparrow-hlera og Tómas Þorvaldsson, togari Þorbjörns í Grindavík, er einnig með tvo 10,5 fermetra hlera,“ segir hann, og bætir því svo við að grænlenskir botnfisktogarar hafi leitað til Mørenot Íslands eftir nýjum hlerum.

„Tasermuit er með tvo 9 fermetra Sparrow-hlera og við útveguðum tvo 13 fermetra hlera í Ilivileq, nýjasta togara Grænlands, sem hefur náð mjög góðum árangri við veiðar með þeim.“

Hann nefndi að Mørenot, Sjóvélar og Injector séu allt saman vel þekkt nöfn innan greinarinnar og öll hafa þau áður tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni en taka nú í fyrsta sinn þátt í sameiningu.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Sparrow