Þegar svo mörg ný fiskiskip eru í smíðum þá hafa hönnunar-, framleiðslu- og prófanadeildir Nausts haft feykinóg að gera fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina.
Rússneska útgerðin Norebo er að smíða tíu nýja togara og sér Naust um að útvega heildarpakka með 444 rafvindum og sjálfvirku togvindukerfi (ATW). Þar á meðal er þriðja togvindan fyrir fyrstu sex togarana af þessum tíu, og var þeim bætt við á seinni stigum hönnunarferlisins.
Naust er einnig önnum kafið við að útvega pakka með fimmtíu vindum, stýribúnaði og öðrum búnaði á vinnsludekki rússneska verksmiðjutogarans Viktor Gavrilov, sem er í smíðum í Yantar skipasmíðastöðinni í Kaliningrad fyrir RK Lenina. Hann er 121 metra langur og verður sá stærsti í rússneska togaraflotanum.
Ásamt því að setja upp kerfi í ný veiðiskip, þá er litið svo á að með því að bæta þriðju eða jafnvel fjórðu vindunni við fáist góð leið til þess að bæta hagkvæmni í veiðum eða draga úr eldsneytisnotkun.
Togararnir Akurey, Viðey og Karelia II hafa nú öll fengið þriðju togvinduna svo hægt sé að vera með tvö troll, auk þess sem eigendur norska togarans Remøy, sem veiðir í Barentshafi, leitaði til Naust Marine með að fá fjórðu vinduna og segir góðan árangur hafa náðst nú þegar skipið getur togað með þremur vörpum.
“Naust Marine leggur áherslu á mikil vörugæði, kostnaðarhagkvæmni og búnað sem er bæði umhverfisvænn og öruggur fyrir áhöfnina,” segir Bjarni Þór Gunnlaugsson framkvæmdastjóri.
“Það eru spennandi ár framundan, þar sem allt þetta stórkostlega fólk sem vinnur fyrir og með Naust Marine er allt með sama markmiðið – að gera sjávarútveginn betri. Naust Marine hefur tekið reglulega þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni til margra ára og við hlökkum til þess að hitta bæði núverandi og nýja viðskiptavini á sýningunni í ár.”
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is