Umboðsaðili Suzuki á Íslandi, Suzuki-bílar hf., verður með öfluga kynningu á utanborðsmótorum sínum á sýningarbás H33 á IceFish 2024. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja það tilhlökkunarefni að fá þar tækifæri til að sýna úrval mótora, sem þeir segja óviðjanlega þegar kemur að afli, áreiðanleika og nýstárlegri hönnun. Utanborðsmótorar Suzuki eru þróaðir til að mæta ítrustu kröfum bátaeiganda og hafa yfirburði þegar litið er til afls og háþróaðrar tækni.

Forsvarsmenn Suzuki á Íslandi segja að sex veigamiklir þættir aðgreini utanborðsmótora fyrirtækisins frá vélum samkeppnisaðila:

1. Fyrsta flokks verkfræði: Suzuki-utanborðsmótorar eru búnir til með ítrustu nákvæmni og byggja á háþróaðri tækni og framúrskarandi verkfræði. Þeir eru smíðaðir til að skila framúrskarandi krafti, hámarks nýtingu eldsneytis og til að vera auðveldir í notkun.

2. Áreiðanleiki: Það má alltaf treysta á áreiðanleika Suzuki og vegna hans geta bátaeigendur stólað á að njóta siglingar sinnar um sjó og vötn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af mótornum í bátnum.

3. Vistvæn nýsköpun: Suzuki hefur skuldbindið sig til að vernda vistkerfi hafs og vatna. Þess vegna eru utanborðsmótorar fyrirtækisins hannaðir á umhverfisvænan hátt með sjálfbærni í huga, útblástur er í lágmarki og gangur þeirra hljóðlátur, án þess að skerða frammistöðu þeirra.

4. Nýjasta tækni: Suzuki býður upp á ýmsar tegundir mótora til að velja úr, allt frá auðræsanlegum kerfum til háþróaðra stjórnborða, og öll eru þau búin nýjustu tæknikostum til að hámarka ánægjulega upplifun á siglingum.

5. Mikið úrval: Vegna þess hvað úrvalið er fjölbreytt er tryggt að hægt er að finna Suzuki-utanborðsmótora fyrir allar tegundir af bátum og tilgang siglinga.

6. Vist- og hagkerfi: Suzuki leggur metnað sinn í að vera sjálfbær í alla staði og með eins vistvæna vöru og nokkur er kostur. Síðustu tólf ár hefur fyrirtækið staðið fyrir umhverfisverkefni sem helgað er ómenguðu hafi, og hefur það markmið að hreinsa lífríki sjávar um víða veröld.

Umboðsfyrirtæki Suzuki á Íslandi, Suzuki bílar hf., var stofnað árið 1989 og hefur á þeim tíma tryggt sér sess sem framúrskarandi þjónustuaðili fyrir íslenskan sjávarútveg með áreiðanleika og traust að leiðarljósi. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum vörur og þjónustu sem uppfylla ítrustu kröfur íslensks sjávarútvegs og samfélags.

 

Suzuki

Suzuki

 

[Suzuki.jpg] Myndatexti: Umboð Suzuki á Íslandi var stofnað árið 1989.