Dansk-íslenska fyrirtækið Tick Cad sýnir á IceFish 2024 í bás nr. G53, en fyrirtækið helgar sig því að efla sjávarútveginn með háþróuðum tæknilausnum. Tick Cad sérhæfir sig í að samþætta Autodesk-hugbúnað, Leica-leysiskanna og Matterport 3D skannalausnir (þar á meðal CAD, SCAN og PDM lausnir), í því skyni að veita viðskiptavinum sínum háþróaða og alhliða lausn.

Autodesk-hugbúnaðurinn yfirfer skönnuð gögn af mikilli nákvæmni, Leica-leysiskannar fanga og skrá viðfangsefni sitt með punktskýi, en það myndar þrívítt líkan af því sem verið er að skanna, og Matterport býður upp á myndatöku sem breytir rými í nákvæm stafræn eintök sem hægt er að nota fyrir sýndarferðir.

Forsvarsmenn Tick Cad segja að þrívíddarskönnunartækni hafi umtalsverða kosti í för með sér fyrir sjávarútveginn, einkum við endurgerð, viðgerðir og breytingar á skipum og vinnslustöðvum, en einnig fyrir fjölmörg önnur verkefni. Tæknin skilar ótrúlega ítarlegum og áreiðanlegum upplýsingum um rými, sem eykur skilvirkni og nákvæmni margvíslegra ferla.

Kostir þess að nýta punktský og myndgögn í sjávarútvegi eru meðal annars:

Nákvæmari mælingar: Fyrir vandasamar uppsetningar á tækjabúnaði, rafmagni og rörum (MEP) sem krefjast mikillar nákvæmni.

Hraðari mælingar á rými: Handvirkar mælingar eru tímafrekar og krefjandi í flóknu rými, en þrívíddarskönnun flýtir mjög fyrir ferlinu.

Fækkar mistökum og kostnaðarsamri endurtekningu verka: Skannagögn skila ítarlegum birtingarmyndum af rými, hægt er að mæla þau og deila þeim með öðrum, sem kemur í veg fyrir getgátur.

Lægri kostnaður: Auðvelt er að deila skönnuðum gögnum með hagsmunaaðilum í hverju verkefni fyrir sig, sem dregur úr þörf fyrir endurteknar heimsóknir á verkstað.

Flýtir verklokum: Nákvæmar upplýsingar auka samskipti milli hagsmunaaðila, draga úr töfum og minnka líkur á óvæntum vandamálum meðan á verki stendur.

Einn af viðskiptavinum Tick Cad, fyrirtækið m4 Architects, fjárfesti nýlega í Leica 3D skanna og uppgötvaði fljótt þann mikla ávinning sem fylgir þessari lausn. Skanninn dró úr tímanum sem áður fór í mælingar til muna; úr nokkrum dögum niður í nokkrar klukkustundir. Þessi skilvirkni gjörbylti öllu skipulagsferlinu og bætti innri samskipti með því að bjóða upp á alhliða 360 gráðu skönnun, að sögn forsvarsmanna Tick Cad.

„Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa verið gríðarlega jákvæð. Þrívíddarskanninn hefur breytt hefðbundnum vangaveltum um mælingar í áhugaverða upplifun, sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að skoða skip sín og allan húsakost í heillandi smáatriðum,“ segja þeir. „Þessi tækni hraðar ekki aðeins vinnuflæðinu heldur bætir hún einnig samskipti við samstarfsaðila og verður þannig ómetanleg viðbót við hagræðingu og ferli í sjávarútvegi.“

[Tick Cad.jpg] Myndatexti: Tick Cad segir þrívíddarskönnun bjóða upp á margháttaða kosti fyrir sjávarútveginn.

 

Tick Cad

Tick Cad