Íslenska vinnsluvélafyrirtækið Curio framleiddi sumar af nýjustu vélunum í nýja verksmiðjutogarann, Baldvin Njálsson.
Tæknivætt vinnsludekkið var útbúið af Optimar, með búnaði frá ýmsum sérhæfðum framleiðendum, þar á meðal hausunar- og flökunarvélar frá Curio sem hefur áunnið sér góðan orðstír fyrir vinnsluvélar sínar, hlaðnar nýjungum og ætlaðar til vinnslu bæði á sjó og landi.
Hausunarvélin er Curio 4020 færibandahausari sem vinnur á miklum hraða, getur fengist með vakúm-slægingarvél sem hönnuð er til notkunar um borð í verksmiðjutogara, en þetta er sú fyrsta af því tagi sem tekin er í notkun, að sögn Axels Péturs Ásgeirssonar hjá Curio.
„Hún er hönnuð til notkunar á sjó en hentar einnig til framleiðslu í landi, bæði til vinnslu á hvítfiski, laxfiski, steinbít og ýmsum fiskeldistegundum.“
Um borð í Baldvini Njálssyni er einnig að finna C-2011 flökunarvélina frá Curio.
„Þetta er önnur vélin af þessari gerð sem nýtt er til vinnslu á sjó. Sú fyrsta er um borð í Sisimiut, togara Royal Greenland, og hún hefur staðið sig vel þar undanfarin tvö ár,“ segir hann, og bætir við að C-2015 brýningarvél frá Curio sé einnig partur af pakkanum.
Curio hefur jafnan tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni, og mun kynna velar sýnar þar á næsta ári í samfloti við Marel, nýjan meðeiganda fyrirtækisins.
„Auðvitað er mikilvægt fyrir okkur að vera til staðar á heimavelli. Þarna hittum við viðskiptavini okkar, fáum fréttir frá þeim af því hvernig hlutirnir ganga, og getum kynnt nýju verkefnin okkar og hvað er í þróun,“ segir Axel Pétur Ásgeirsson. „Á Íslensku sjávarútvegssýningunni hittum við allt rétta fólkið.“
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is