Íslenska sjávarútvegssýningin veitir styrki til framhaldsnáms nemenda sem lokið hafa námi í Fisktækni eða sambærilegu námi í sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi og hyggja á framhaldsnám við Fisktækniskóla Íslands á vorönn 2024. Styrkirnir eru veittir til eins árs náms.
Umsóknir skulu berast fyrir auglýstan umsóknarfrest, sem er 15. janúar 2024.
Veittir eru þrír styrkir til einstaklinga – kr. 300.000.- hver – til greiðslu námskostnaðar á einni af eftirfarandi eins árs (tveggja anna) framhaldsbrautum Fisktækniskóla Íslands:
a) námsbraut í Marel-vinnslutækni
b) námsbraut í Gæðastjórn eða
c) námsbraut í Fiskeldi
Frekari upplýsingar um ofangreindar brautir er að finna á vefsíðunni www.fiskt.is .
Styrkurinn greiðist út að hálfu – kr. 150.000.-, gegn kvittun/staðfestingu á greiðslu skólagjalda á fyrri önn 2024 og að hálfu – kr. 150.000.-, gegn kvittun/staðfestingu á greiðslu skólagjalda fyrir síðari önn. Styrkur fyrir síðari önn er einungis veittur hafi styrkþegi lokið fyrri önn með fullnægjandi hætti.
Við mat á umsóknum verður litið til eftirfarandi þátta sem umsækjendur skulu gera grein fyrir eftir því sem við á:
1) Árangurs í grunnámi (Fisktækni), a) lokið námi eða b) raunfærni
2) Starfsreynslu
3) Framtíðar áforma (til náms eða starfa)
4) Fjárhagsleg stuðnings frá öðrum (fyrirtæki eða sjóði)
5) Meðmæla (starfi/námi)
Ráðgjafahópur skipaður fulltrúum frá Fisktækniskóla Íslands, Marel, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssambandi smábátaeigenda ásamt fulltrúa frá Íslensku sjávarútvegssýningunni mun fara yfir umsóknir og meta með tilliti til framangreindra þátta.