Veigamiklar ástæður fyrir að sýna
Íslenskir brautryðjendur í nýtingu sjávarafurða drógu með starfi sínu úr urðun úrgangs í sjávarútvegi og var hún aðeins 2% árið 2022. Um þetta var m.a. annars fjallað með ítarlegum hætti á Fishwaste for Profit-ráðstefnunni á seinustu IceFish-sýningu.
Þegar allt er tekið saman í þessum efnum kemur skýrt fram hvaða lykilhlutverki Íslenska sjávarútvegssýningin gegnir sem vettvangur fyrir sýnendur og kaupendur til að hittast og yfirfara þau tækifæri og áskoranir sem felast í viðskiptum innan greinarinnar.
IceFish veitir gríðarlega áhugaverða og fjölbreytta yfirsýn yfir alla þætti útgerðar í atvinnuskyni, allt frá veiðum og aflaleit, til vinnslu og pökkunar, til markaðssetningar og dreifingar fullbúinnar vöru.
Hér má sjá nokkrar mikilvægar staðreyndir um gildi sýningarinnar fyrir þá sem vilja tryggja sér aukna hlutdeild í íslenskum markaði fyrir sjávarútveg og tengdar vörur:
- Rétt tæplega 12.400 gestir frá 60 löndum sóttu IceFish 2024.
- Sjávarafurðir eru 35% alls vöruútflutnings frá Íslandi.
- Í krafti vefmiðla IceFish og og World Fishing & Aquaculture-tímaritsins, sem ná samtals til hátt í 27 þúsund fagaðila um heim allan, geta sýnendur aukið sýnileika sinn í aðdraganda sýningar, á meðan henni stendur og að henni lokinni.
- Viðamiklar herferðir skipuleggjenda IceFish á markaðs- og samfélagsmiðlum tryggja að allir sem tengjast sjávarútvegi mæti á sýninguna
- Heimsóknir sendinefnda erlendra gesta eru skipulagðar í þaula í góðu samstarfi á milli aðstandenda sýningarinnar og margra lykilsamtaka- og stofnana hérlendis.
- Íslenska sjávarútvegssýningin er stærsti einstaki viðskiptaviðburður á sínu sviði á Íslandi og nýtur fulls stuðnings og velvildar allra helstu opinberu stofnana sem greininni tengjast, þar á meðal ráðuneyta og samtaka í sjávarútvegi.
Smelltu hér til að bóka sýningarrými á Íslensku sjávarútvegssýningunni.
Íslensku sjávarútvegssýningunni 2024: