SVIKASTARFSEMI – VIÐVÖRUN

Við ráðleggjum sýnendum okkar, auglýsendum og áskrifendum eindregið að vera á varðbergi gagnvart svikastarfsemi sem ógnar því góða orðspori sem heiðvirð fyrirtæki innan sýningargeirans og útgáfuheimsins hafa byggt upp með elju og dugnaði um árabil.

Evrópuþingið hefur samþykkt skýrslu þingmannsins Simon Busuttil um hvernig bregðast skuli við víðtæku og þrautskipulögðu neti villandi viðskiptahátta, sem hafa áhrif á þúsundir fyrirtækja. hér EU Parliament Report (A6-0446/2008).

scam-warning

Mercator Media Ltd leyfir ekki ótengdum aðilum að taka að sér óumbeðnar póstsendingar til viðskiptavina okkar. Sérstaklega höfum við fengið kvartanir um villandi vinnubrögð af hálfu fyrirtækjanna Inter-fairs, Fairguide, International Fairs Directory (áður Expo-Guide) og Construct Data.

Ef þú færð einhver grunsamlega pósta eða meldingar sem varða viðburði eða útgáfu á vegum Mercator, mælum við með að þú slítir samskiptum við viðkomandi og hafir samband við okkur beint til að tilkynna okkur um grunsemdir þínar og fá upplýsingar um hvernig bregðast eigi við. EKKI SKAL UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM STAÐFESTA UNDIRRITUN SKJALA EÐA FAXA TILBAKA UNDIRRITUN. Varist ákveðnar færslur sem lúta að sýningarskrá:

• Algeng svik fela t.d. í sér að sýnendur fá sent óljóst eyðublað, sem minnir á raunverulegt skráningarboð frá skipuleggjanda um ókeypis skráningu í sýningarskrá á netinu. Láti sýnandi blekkjast getur hann verið búinn að festa sig á óafturkræfan hátt til þriggja ára. Í stað þess að fá ókeypis skráningu getur hann þurft að sæta ágengri innheimtu frá viðkomandi aðilum.

• Dæmi um slíkan aðila er fyrirtæki sem kallar sig Fairguide og nýlega hefur aðili sem kallar sig International Fairs Exhibition (áður Expo-Guide) stundað slíka starfsemi. Því miður eru þessir tveir aðilar ekki þeir einu sem sýnendum og gestum stafar hætta af.

Varist svikula aðila sem bjóða hótelbókanir:

• Þessir aðilar bjóða gistingu á lækkuðu verði. Þeir innheimta fé af sýnendum og gestum en standa ekki við gefin loforð um gistingu. Hérna má fræðast betur um þessa starfsemi hjá alþjóðlegum samtökum skipuleggjenda sýninga, Association of Exhibition Organisers.

Varist falska reikninga fyrir tímaritaáskrift:

• Okkur hefur verið tilkynnt um svindl sem felur í sér að sendur er tölvupóstur (oftast frá ‘construct-data.net’) sem inniheldur reikning í evrum, þar sem krafist er greiðslu fyrir áskrift að einu af útgáfuritum okkar.

Nánari upplýsingar og næstu skref:

Ef að þú telur þig hafa nú þegar verið blekktan af Fairguide er hægt að finna gagnlegar upplýsingar frá AEO (Association of Exhibition Organisers) um hvernig bregðast má við með því að ýta hér

StopECG - hér This is a non-commercial website that contains background information about Fairguide, ExpoGuide, etc, and the petition that led to the EU Pariliament Report (A6-0446/2008).