Bylting í stjórnun öryggismála til sjós
Alda Öryggi er alhliða hugbúnaðarlausn sem nútímavæðir öryggisstjórnun til sjós og gjörbreytir öryggismenningu um borð í þeim skipum sem nota lausnina. Markmið okkar er að veita sjávarútvegsfyrirtækjum og sjómönnum alhliða öryggisstjórnunarkerfi sem samþættir áhættumat, öryggisreglur, þjálfunaráætlanir og stöðug umbótaferli til að draga úr áhættu og koma í veg fyrir slys um borð í fiskiskipum.
Alda Öryggi er gagnadrifið öryggisstjórnunarkerfi sem sýnir í rauntíma hvað verið er að gera í öryggismálum um borð í hverju skipi fyrir sig þ.e. tíðni björgunaræfinga, öryggisúttekta og nýliðaþálfunar. Stafræn sjálfvirkni lausnarinnar tryggir jafnframt að unnið sé eftir fyrirfram settri þjálfunar- og öryggisúttektaráætlun og með því að færa öryggismálin í síma sjómanna, í gegnum Öldu-appið, tryggjum við ríkari þátttöku þeirra í skipulagi og framkvæmd öryggismála um borð. Aukin og markviss þátttaka sjómanna í framkvæmd öryggismála um borð leiðir til aukinnar öryggisvitundar, stuðlar að bættri öryggismenningu, öruggara vinnuumhverfi og fækkar slysum til sjós.
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Barmahlid 23
105 Reykjavik
Iceland
Vefsíða:
https://stigaolduna.is/