DanFish International er ein mikilvægasta sýning í heimi á búnaði og þjónustu fyrir sjávarútveginn og frábær fundarstaður þar sem bæði sýnendur og gestir geta tekið þátt í virku tengslaneti.
Sjómenn, skipstjórar, eigendur skipasmíðastöðva, skipasmiðir, verkfræðingar, arkitektar, hafnarfulltrúar o.fl. fá tækifæri til að upplifa nýjustu og nýstárlegustu hugmyndirnar á markaðnum, finna nýja birgja, ná nýjum tengslum og rækta þau sem fyrir eru.
Á sýningunni er hægt að hitta um 400 sýnendur frá 30 mismunandi löndum sem kynna allt það nýjasta á sviði: neta, trolls, strengja, víra, mótora og rafeindabúnaðar, svo og siglinga-, fjarskipta-, geymslu-, vinnslu- og björgunarbúnaðar. - og margt fleira þar að auki. Þjónustugeirinn mun einnig eiga öfluga fulltrúa á sýningunni.
Við bjóðum ykkur öll velkomin á DanFish International í Álaborg (DK) 7.- 9. október 2025.
Exhibiting with: / Sýnir með: Pavilion of Denmark
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Aalborg Kongres & Kultur Center
Europa Plads 4
9000 Aalborg
Denmark
Vefsíða:
www.danfish.com