Hampiðjan var stofnuð árið 1934 þegar Guðmundur S. Guðmundsson, vélstjóri og verkstjóri í vélsmiðjunni Héðni, hafði forgöngu um að safna saman 12 manna hópi til að stofna fyrirtæki sem framleiddi garn og net úr náttúrulegum hamptrefjum.

Hampiðjan hefur síðan vaxið og dafnað og er nú eitt stærsta veiðarfærafyrirtæki heims, með starfsemi á 77 stöðum í 21 landi og með um 2.000 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði og aðallager fyrirtækisins á Íslandi. Hjarta framleiðslunnar á vörum fyrirtækisins er í Litháen, þar sem framleiddir eru þræðir, hnýtt net og fléttaðir ofurkaðlar ásamt framleiðslu á fullbúnum veiðarfærum og fiskeldiskvíum.

Tveir stórir áfangar urðu hjá Hampiðjunni á síðasta ári þegar lokið var kaupum á norska fyrirtækinu Mørenot og í framhaldi af því skráning á aðallista Nasdaq Iceland. Með þessum áföngum opnast mikil tækifæri til enn frekari vaxtar og hagræðingar.

90 ára saga Hampiðjunnar sannar að stöðug og þrotlaus vöruþróun og nýsköpun er lykilatriði en það hefur verið kjarninn í starfseminni alla tíð. Viðskiptavinir vita að vörur og hönnun Hampiðjunnar byggir ætíð á bestu tækniþekkingu sem völ er á.

 

 

 

Heimilisfang:
Skarfagardar 4
104 Reykjavik
Iceland

Vefsíða:
www.hampidjan.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn