Micro hefur frá árinu 1996 verið í fararbroddi Íslenskra framleiðenda á vinnslubúnaði fyrir matvælavinnslur. Aðaláhersla fyrirtækisins hefur verið á vinnslulausnir tengdar sjávarútvegi, hvort sem er á sjó eða í landi. Viðskiptavinir félagsins eru fyrirtæki í farabroddi á þessum sviðum, bæði hérlendis og erlendis.

Micro býður upp á heildarlausnir í vinnsludekkjum, hvítfisk- og laxavinnslum.

Vöruflóra félagsins telur allt frá vinnupöllum, blæðingar og kælingarkörum, vigtun og flokkun, myndgreiningartækni upp í vinnslustýringarhugbúnað og tengingar við framleiðslukerfi. Kerfin eru unnin í samstarfi við viðskiptavini okkar með þeirra þarfir í huga þar sem einfaldleiki, þrifavæn hönnun og besta meðhöndlun hráefnis er útgangspunkturinn. Markmið okkar er alltaf að skapa lausnir sem auka virði í ferlum endanotendanna.

 
 

Heimilisfang:
Einhella 9
221 Hafnarfjordur
Iceland

Vefsíða:
www.micro.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook