Slippurinn Akureyri er ein fremsta skipasmíðastöð Íslands með höfuðstöðvar á Akureyri, ásamt framleiðslu/skrifstofu á Suðurlandi og söluskrifstofu í Noregi.

Fyrirtækið samanstendur af fjórum lykilsviðum.

Skipaþjónustusvið, sérhæfir sig í upptöku og viðhaldi skipa, sinnir verkefnum eins og stálsmíði, vélaviðgerðum, trésmíði, sand-/vatnsblæstri og málun. Skipaþjónustan veitir víðtæka þjónustu við sjávarútveginn, þar með talið hönnun, endurnýjun og viðhald skipa. Fyrirtækið hefur einnig varahluta- og verkfæralager í fremstu röð.

Fiskeldissviðið einbeitir sér að ýmsum verkefnum innan fiskeldisgeirans, aðallega fiskeldisstöðvum á landi. Þetta nýja svið okkar býr yfir mikilli getu og á þennan hátt bjóðum við meðal annars fyrirtækjum innan fiskeldisgeirans aðgang að mikilli verk- og sérfræðiþekkingu sem fyrirtækið býr yfir.

DNG Færavindusviðið framleiðir háþróaðar rafmagnsvindur og eykur þannig fjölbreytni í vöruframboði fyrirtækisins innan sjávarútvegsins. Sem kunnugt er DNG brautryðjandi í framleiðslu á háþróuðum rafmagnsvindum.

DNG Vinnslulausnir er ört vaxandi svið innan samstæðunnar sem hannar og framleiðir fiskvinnslubúnað undir vörumerkinu DNG. Við framleiðum fiskvinnslubúnað og veitum úrvals viðhaldsþjónustu fyrir sjávarútveginn, jafnt til sjós og lands.

 
 

Heimilisfang:
Naustatanga 2
600 Akureyri
Iceland

Vefsíða:
https://www.slippurinndng.is/

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube