Hefring Marine er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar búnað og kerfi á sviði siglinga til að auka öryggi sjófarenda og hagkvæmni í rekstri skipa. Búnaðurinn veitir rauntíma sívöktun á allri hreyfingu skipsins og safnar öllum gögnum frá vélum og stjórnbúnaði, sem eru aðgengileg með það að markmiði að lágmarka eldsneytisnotkun, minnka kolefnisfótspor, draga úr áhættu og hámarka afköst. Gögnunum sem safnað er um borð í skipinu, er safnað í gegnum fjölþætta gagnagreiningu með stuðningi gervigreindar og síðan send í skýjalausn þar sem frekari úrvinnsla og framsetning á sér stað.

Vöruheitið á kerfinu sem Hefring Marine hefur þróað er IMAS (e. Intelligent Marine Assistance System). Annars vegar er það IMAS-Helm, búnaðurinn um borð í skipinu, sem framkvæmir gagnasöfnun og úrvinnslu sem þarf til að fylgjast með siglingunni, leiðbeina skipstjóranum og veita viðvaranir varðandi bæði siglingu og vélbúnað. Hins vegar er það IMAS-Console, sem er bæði flotastjórnunarkerfi og eftirlitskerfi fyrir einstök skip. Þar er hægt að skoða einstakar ferðir, fylgjast með frammistöðu skipstjóra eða einstakra skipa, og greina ferðir, hvort sem um er að ræða einstaka ferð eða ferðir yfir ákveðið tímabil. Í kerfinu er hægt að setja reglur til að leiðbeina skipstjóranum og fylgjast með ástandi vélbúnaðar.

 

 

 

Heimilisfang:
Grandagardur 16
101 Reykjavik
Iceland

Vefsíða:
https://www.hefringmarine.com/

Samfélagsmiðlar:
Facebook

LinkedIn