Ískraft er íslensk rafiðnaðarverslun með um 50 ára reynslu af innflutningi og sölu. Seinustu ár hafa einkennst af aukinni þjónustu við eldisfyrirtæki, bæði á land og sjó. Þar eru gerðar kröfur um gæði, skilvirkni og tímasparnað og Ískraft hefur margt að bjóða í þeim efnum.

Gæða súrefnis-, leiðni-, pH- og redox-skynjarar eru nauðsynlegir til að tryggja heilbrigt vaxtarumhverfi seiða, og skynjarar frá JUMO verða þar fyrir valinu vegna þols gegn tæringu og útfellingu agna.

IFM hefur verið í fararbroddi í þróun IO-link samskipta, sem auka gagnamagn frá skynjurum og fækka dreifiskápum í stórum verksmiðjum.

Meiri gögn kalla á fleiri leiðir til þess að birta og nýta þau á áhrifaríkan hátt. Skalanleg skjákerfi í skýinu eins og FactoryTalk Optix kemur þar að gagni. Með OPC-UA stuðning má nota kerfið með öllum helstu stýrivélum og notkun í netvöfrum er auðveld.

Í kerfum sem nota þúsundir skynjara og tíðnibreyta er viðhalds- og eignastýring ómissandi hluti af rekstrinum. Forspárviðhald er búnaði frá Rockwell Automation í blóð borið en með tilkomu gervigreindar og rauntímagreiningar má vernda kerfin enn frekar með því að koma í veg fyrir ófyrirséð stopp og fækka slysum. Skrásetning og rakning á öllum búnaði rekstursins, ásamt utanumhaldi hugbúnaðar og skýrslugerð má auðvelda til muna með notkun FactoryTalk AssetCentre.

 

  

 

Heimilisfang:
Höfdabakki 7
110 Reykjavík
Iceland

Vefsíða:
www.iskraft.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
Instagram
YouTube