MLD stendur fyrir Multi-Purpose Door og var stofnað árið 2015 og síðan þá höfum við vaxið stöðugt.

Við erum markaðsleiðandi þegar kemur að þróun stýranlegra toghlerakerfa og framleiðum eina skilvirkustu toghlera á markaðnum í dag

Við höfum þróað nokkrar mismunandi kerfisuppsetningar sem miða að því að auka arðsemi og auðvelda rekstur allra gerða togskipa.

MLD er í dag leiðandi framleiðandi stýranlegra toghlera með meira en 30 kerfi í notkun í 8 löndum.

Höfuðstöðvar okkar eru í Esbjerg, Danmörku, þar sem hlerarnir okkar eru framleiddir samkvæmt ströngum gæðastaðli.

Kerfin okkar hafa verið í notkun í Norður-Atlantshafinu síðan í desember 2016, með árangri sem staðfesta virðisaukandi eiginleika MLD toghlera og hlerastýringarkerfa.

MLD tekur hönnun frá flugiðnaðinum og yfirfærir hana til neðansjávarumhverfisins með því að nýta okkar einkaleyfisvernduðu flapsahönnun. Samþætting flapsahönnunar okkar og vökvakerfis gerir að verkum að við erum með dýnamíska vöru sem býður upp á fjarstýringar möguleika.

Við styttum okkur ekki leið. Við tryggjum gæði vara okkar með vandlega stýrðri hönnun, framleiðslu og þjónustu eftir sölu.

 
 

Heimilisfang:
Susåvænget 1
6710 Esbjerg
Denmark

Vefsíða:
https://mld.one/

Samfélagsmiðlar:
Facebook